Rotþrær eru hreinsaðar á þriggja ára fresti. Hreinsunarsvæði er skipt upp í þrjá hluta:

Rautt svæði verður hreinsað 2022.
Grænt svæði var hreinsað 2021 og verður næst hreinsað 2024
Blátt svæði var hreinsað 2020 og verður næst hreinsað 2023

Vinsamlega athugið:


-Rotþrær verða að vera aðgengilegar fyrir hreinsunaraðila.
-Passa þarf að bíll komist nógu nálægt þrónni til að hægt sé að hreinsa.
Nauðsynlegt er að ekki sé lengra að þró en 50 m frá þeim stað sem bílinn
getur stoppað.
-Ef það er mikill gróður þá þarf að grisja leið að þrónni og merkja leiðina.
-Nauðsynlegt er að merkja staðsetningu þróar með stöng eða flaggi. Gott er að vera búin að reita gróður frá stútum ef þarf.
-Til að hægt sé að hreinsa rotþrónna þarf stúturinn á rotþrónni að vera að lágmarki
110 mm til að barkinn á bílnum komist niður í þrónna.
-Gæta þarf þess að hreinsunaraðili komi ekki að lokuðu hliði og að hliðið sé nógu stórt til að stór bíll komist í gegnum það.
-Gæta þarf að því að trjágreinar slúti ekki yfir heimreið svo að seyrubíllinn komist í gegn að rotþró.
-Vinsamlega athugið að hvorki er hægt að segja til um hvenær hreinsunaraðili tæmir né óska eftir ákveðnum hreinsunartíma.

Ef þér finnst eitthvað að rotþrónni eða þú heldur að hún sé full eða stífluð þá fylgja hér leiðbeiningar.


– Fyrst þarf að skoða hvenær rotþróin var heimsótt síðast: 
Hægt er að sjá hvenær rotþróin hjá þér var síðast heimsótt með því að fara inn á  http://www.map.is/sudurland/ skrifa heimilisfang eignar í gluggann uppi í vinstra horninu þar sem stendur; leita í korti. Síðan þarf að haka við fráveita í valglugga hægra megin og þá kemur upp punktur þar sem rotþróin er staðsett og ef ýtt er á punktinn þá koma upp upplýsingar um númer rotþróar og hvenær hún var síðast hreinsuð.
Grænn punktur með rauðum hring þýðir að rotþróin hefur verið hreinsuð, rauður punktur þýðir að ekki hefur verið hægt að hreinsa rotþrónna en blár punktur með rauðum hring þýðir að hreinsunraðilinn er ekki kominn (þetta gildir fyrir svæðið sem verið er að hreinsa)           

Ef það er minna en þrjú ár síðan að rotþróin var hreinsuð þá er haft samband við fagaðila (pípara) til að greina vandann. Hér koma nokkur atriði sem gætu mögulega verið að:


– Ef langt er síðan að bústaðurinn var notaður, þá getur myndast skán efst og þá er hægt að fara með prik og pota ofan í rotþrónna og þá losnar um. (eigendur geti gert þetta sjálfir)
-Siturbeðið er orðið stíflað og það rennur ekki frá þrónni. (Eign hugsanlega staðsett í mýrlendi og það nær ekki að drena í jarðveginn)
-Rotþróin hefur missigið og hallar að stút inn í þróna.
-Rotþróin er of lítil miðað við þá umgengni/starfsemi sem er í bústaðnum. (Persónueiningar)

Ef fagaðili staðfestir að ekkert sé að rotþró og það þurfi eingöngu að hreinsa hana sendið þá póst með staðfestingu fagaðila á seyra@seyra.is og óskið eftir aukahreinsun. Vinsamlega tilgreinið heimilisfang eignar og erindi.

Seyrubíllinn.
Seyrubíllinn byrjaður að sturta í kalkarann.
Seyrunni sturtað í kalkarann.
Hér sést í gula kalkarann flytja seyruna yfir á færiband sem flytur hana í dreifingarvagninn.