Seyruverkefnið
Sveitarfélögin Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur standa að seyruverkefninu. Seyruverkefnið eru rekið undir byggðasamlaginu Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs. (UTU).
UTU sér um að halda utan um seyruverkefnið, móttöku á seyru, annast hreinsun á rotþróm og rekstur verkefnisins.
Hafa samband!
Sími: 480-5550
Netfang: seyra@seyra.is
Staðsetning: Hverabraut 6, 840 Laugarvatn
Rotþróin þín!
Er hún kannski full eða stífluð?
Slam
við seyruverkefnið á Flúðum
Um verkefnið
Hreinsunaráætlun
Samkvæmt áætlun fyrir árið 2024 þá er hreinsunarsvæðið grænt. Gert er ráð fyrir að taka 65% af sumarhúsum á græna svæðinu í ár ásamt öllum íbúðarhúsum og öðrum þróm innan svæðisins. Það sem ekki verður tekið á þessu ári á svæðinu flyst yfir á árið 2025.
Athugið áætlunin er birt með fyrirvara um breytingar.
Ekki eru sendar út tilkynningar vegna losunar en hægt er að fylgjast rafrænt með losun rotþróa á kortasjá seyruverkefnisins hér neðar á síðunni.
Minnum á að rotþró þarf að vera sýnileg og vel merkt og aðgengi fyrir hreinsibifreið að rotþró þarf að vera tryggt og miðað er við fjarlægð sé ekki meiri en 30 metrar.