Seyruverkefnið

Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna, Landgræðslunnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og reka sveitarfélögin móttökustöð fyrir seyru á Flúðum og annast hreinsun rotþróa í sveitarfélögunum.

Sveitarfélögin Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og  Gnúpverjahreppur standa að seyruverkefninu. Seyruverkefnið eru rekið undir byggðasamlaginu Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs. (UTU).

UTU sér um að halda utan um seyruverkefnið, móttöku á seyru, annast hreinsun á rotþróm og rekstur verkefnisins.

Hafa samband!

Sími: 480-5550
Netfang: seyra@seyra.is
Staðsetning: Hverabraut 6, 840 Laugarvatn

Rotþróin þín!

Líður rotþrónni þinni eitthvað illa?
Er hún kannski full eða stífluð?

Slam

Samstarfsverkefni Flúðaskóla
við seyruverkefnið á Flúðum

Um verkefnið

Samstarfsaðilar seyruverkefnissins reka móttökustöð fyrir seyru á Flúðum og annast hreinsun rotþróa í sveitarfélögunum.

Hreinsunaráætlun

Samkvæmt áætlun fyrir árið 2024 þá er hreinsunarsvæðið grænt. Gert er ráð fyrir að taka 65% af sumarhúsum á græna svæðinu í ár ásamt öllum íbúðarhúsum og öðrum þróm innan svæðisins. Það sem ekki verður tekið á þessu ári á svæðinu flyst yfir á árið 2025.

 Athugið áætlunin er birt með fyrirvara um breytingar.

Ekki eru sendar út tilkynningar vegna losunar en hægt er að fylgjast rafrænt með losun rotþróa á kortasjá seyruverkefnisins hér neðar á síðunni.

Minnum á að rotþró þarf að vera sýnileg og vel merkt og aðgengi fyrir hreinsibifreið að rotþró þarf að vera tryggt og miðað er við fjarlægð sé ekki meiri en 30 metrar.

Kynningarmyndband um seyruvinnsluna

The Mountain Lady - sewing