Hreinsun rotþróa
Hreinsunarsvæði sumarhúsa
Svæðinu er skipt upp í fimm litasvæði fyrir sumarhús. Innan hvers svæðis eru rotþrær sumarhúsa hreinsaðar á fimm ára fresti.
Hreinsunarsvæði íbúðarhúsa
Svæðinu er skipt upp í þrjú litasvæði. Íbúðarhús, rotþrær fyrirtækja og annarra fasteigna en sumarhúsa á starfsvæði aðildarsveitarfélaganna sem greiða rotþróargjald eru tæmdar á þriggja ára fresti.
Hvenær var hreinsað!
Minni fráveitur
Hreinsunaferli
Við hreinsun á rotþróm er innihaldi rotþróa dælt upp í hreinsunarbíl. Þar er vatnið aðskilið frá fasta efninu og vatninu svo dælt aftur í rotþrónna. Fastaefnið er svo keyrt á Seyrustaði til vinnslu. Að lokum er seyran svo notuð til uppgræðslu á Hrunamannaafrétti.
Hafa ber í huga:
- Rotþrær verða að vera aðgengilegar fyrir hreinsunaraðila.
- Passa þarf að bíll komist nógu nálægt þrónni til að hægt sé að hreinsa.
- Nauðsynlegt er að ekki sé lengra að þró en 50 m frá þeim stað sem bílinn getur stoppað.
- Ef það er mikill gróður þá þarf að grisja leið að þrónni og merkja leiðina.
- Nauðsynlegt er að merkja staðsetningu þróar með stöng eða flaggi. Gott er að vera búin að reita gróður frá stútum ef þarf.
- Til að hægt sé að hreinsa rotþrónna þarf stúturinn á rotþrónni að vera að lágmarki 110 mm til að barkinn á bílnum komist niður í þrónna.
- Gæta þarf þess að hreinsunaraðili komi ekki að lokuðu hliði og að hliðið sé nógu stórt til að stór bíll komist í gegnum það.
- Gæta þarf að því að trjágreinar slúti ekki yfir heimreið svo að seyrubíllinn komist í gegn að rotþró.
- Vinsamlega athugið að hvorki er hægt að segja til um hvenær hreinsunaraðili tæmir né óska eftir ákveðnum hreinsunartíma.
Er eitthvað að rotþrónni þinni?
Ef þér finnst eitthvað að rotþrónni eða þú heldur að hún sé full eða stífluð þá skaltu athuga eftirfarandi.
Hvenær var síðast hreinsað?
Ef það er minna en fimm ár síðan að rotþróin var hreinsuð þá er haft samband við fagaðila (pípara) til að greina vandann.
Hér koma nokkur atriði sem gætu mögulega verið að:
Er langt síðan þú varst í bústaðnum?
Í hvernig jarðveg er rotþróin staðsett?
Hefur rotþróin sigið?
Er rotþróin of lítil?
Allt er í lagi!
Ef fagaðili staðfestir að ekkert sé að rotþró og það þurfi eingöngu að hreinsa hana sendið þá póst með staðfestingu fagaðila á seyra@seyra.is og óskið eftir aukahreinsun. Vinsamlega tilgreinið heimilisfang eignar og erindi.
Minni fráveitur
Leiðbeiningar við hreinsun skólps fyrir 50 persónueiningar eða minna frá venjulegu húshaldi/gististöðum (ekki iðnaðarskólp). Þeim er ætlað að leiðbeina einstaklingum,
hönnuðum, rekstraraðilum og heilbrigðiseftirlitum um þessar lausnir og fyrirkomulag varðandi kröfur til hreinsunar og staðsetningar á hreinsivirki.