Vetrarþjónusta

Skrifað 20. mars, 2023

Hreinsun ekki í gangi

Athugið! Seyruverkefnið sinnir ekki hreinsun á rotþróm á veturna. Við hefjum störf að vori um leið og hægt er að fara með seyru til dreifingar á uppgræðslusvæðið okkar og störfum eins langt fram eftir hausti og hægt er vegna veðurs og færðar. Við bendum þeim sem þurfa á þjónustu að halda, þann tíma sem við getum ekki sinnt hreinsunum að hafa samband við Hreinsitækni https://hrt.is/ . Við erum í góðu samstarfi við Hreinsitækni sem þekkir okkar svæði vel.
Hreinsitækni innheimtir sjálft, samkvæmt sinni gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, seyruverkefnið kemur ekki að þeirri innheimtu.

0 Comments

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *